Thursday, March 27, 2008

Búinn að bóka flugið heim!

Er þetta ekki týbískt, ég á að fara í mjög mikilvægt próf á morgunn og ég eitthvað að posta hérna.....þriðja daginn í röð.
Anyways, þá er ég búinn að bóka flug heim, ég lendi þriðjudags morguninn um hálf sjö 6 Maí og verð til 15 Ágúst. Núna er bara að einbeita sér að því að klára önnina, skella sér nokkur skipti í fjallið og neggla aftur nokkrum köldum. Ekki að ég fá ekki nóg af þeim heima í sumar.

Annars er það að frétta að hér í Surrey voru gestir yfir páskana. Lonny og Viktor smelltu sér í kaupstaðaferð eftir tæpa þriggja mánaða einangrun í Golden Olden. Nýttum við fyrsta daginn okkar í að krúsa um miðbæinn og Kits á longboardum og pössuðum uppá að fá okkur bjór reglulega á leiðinni. Við enduðum síðan daginn á hambó og bjór á El Furniture Warehouse sem síðan leiddi til $350 reiknings ...úfff, en samt mega PrimeTime. Þessi reikningur fór svo illa með okkur að við tókum þvi rólega næstu dagana. Við skelltum okkur svo í skoðunar ferð til Whistler á mánudaginn sem að var frekar notalegt fyrir utan það að það var allt á kafi í fjallinu og við vorum bara að túristast. En hvað um það, það var svakalega gaman að fá strákana í heimsókn.

No comments: