Thursday, March 27, 2008

Búinn að bóka flugið heim!

Er þetta ekki týbískt, ég á að fara í mjög mikilvægt próf á morgunn og ég eitthvað að posta hérna.....þriðja daginn í röð.
Anyways, þá er ég búinn að bóka flug heim, ég lendi þriðjudags morguninn um hálf sjö 6 Maí og verð til 15 Ágúst. Núna er bara að einbeita sér að því að klára önnina, skella sér nokkur skipti í fjallið og neggla aftur nokkrum köldum. Ekki að ég fá ekki nóg af þeim heima í sumar.

Annars er það að frétta að hér í Surrey voru gestir yfir páskana. Lonny og Viktor smelltu sér í kaupstaðaferð eftir tæpa þriggja mánaða einangrun í Golden Olden. Nýttum við fyrsta daginn okkar í að krúsa um miðbæinn og Kits á longboardum og pössuðum uppá að fá okkur bjór reglulega á leiðinni. Við enduðum síðan daginn á hambó og bjór á El Furniture Warehouse sem síðan leiddi til $350 reiknings ...úfff, en samt mega PrimeTime. Þessi reikningur fór svo illa með okkur að við tókum þvi rólega næstu dagana. Við skelltum okkur svo í skoðunar ferð til Whistler á mánudaginn sem að var frekar notalegt fyrir utan það að það var allt á kafi í fjallinu og við vorum bara að túristast. En hvað um það, það var svakalega gaman að fá strákana í heimsókn.

Wednesday, March 26, 2008

Kanadískar Auglýsingar

Ég mun á næstu dögum pósta uppáhalds auglýsingunum mínum hérna. Þessi fyrsta sería er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þetta er hann Dodd, hann á húsganga búð út á Vancouver Island og hann leikur alltaf í öllu sjálfur.
Njótið:




Takið eftir á fimmtu sekúndu segir hann: "We're cleaning up ass."
hahahahahahha

Wednesday, March 19, 2008

Hungry Man

Fólk er svo vangefið hérna

Monday, March 17, 2008

Er ég kem heim í Búðardal.....

Það snýst allt um Íslands ferðina mína þessa dagana, enda næstum komnir 18 mánuðir síðan ég var þar síðast. Ég verð samt að viðurkenna að skólinn er ótrúlega busy núna og verkefna skyldan er allveg að fara með mig.

Það er samt eitt sem að er að hrjá mig, ég veit ekki allveg hvernig ég á að haga heimsóknunum mínum. Þ.e.a.s. hvern á ég að hitta fyrst? Verður Andri fúll ef að ég fer í mat til Hemma? Verður Hemmi fúll ef að ég fer í bjór með Benna? Ég veit bara að ég verð að hitta ömmu fyrst...annars fer hún bókað að gráta, svo verð ég bara að sjá til hvað gerist. Ég var líka að átta mig á því að eftir eitt og hálft ár þá man ég varla nokkur síma nr. Get ég þá nokkuð hringt í nokkurn, mun ég ekki bara vera hjá ömmu í heila viku án þess að sjá nokkurn?

Ég er líka búinn að vera í vandræðum með hvar ég á að vera. Þó held ég að það sé nokkurveginn komið á hreint, Bjarki er búinn að bjóða mér að leigja hjá sér í Júní, Júlí og Ágúst. Það er ekki amalegt að búa hjá Bjarka, enda býr hann á Ásvallagötu....næstu götu við Brávalla þar sem að ég var seinast. Ég er líka búinn að fá lánaða íbúð til 12 Maí þannig að ég verð að vera hjá ömmu og afa og Bubba frænda í sunny kef restina af Maí.

Ættli maður láti sig ekki hafa það í nokkra daga.

Rúsínan í pylsuendanum.......hvernig munu vinir mínir taka mér þegar að ég kem heim FEITUR...já ég veit, ég fittnaði í Norður Ameríku. Og aðalega seinust þrjá mánuði þar sem að ég var í “rokkna” formi í desember. Ég vill reyna að kenna ökkla slysinu um það enda ekki getað hreyft mig það sem af er árinu vegna sársauka. L(og talsverð öl drykkja til að minka sársaukan) Ég veit samt að þegar ég byrja að labba alltaf í vinnuna og fer að borða Skyr í öll mál þá verð ég oðrinn góður í haust þegar að ég kem aftur í skólann.

Það væri skemmtilegt að sjá hvort að fólk vill fá mig í heimsókn......kanski að ég verði bara með keppni um hvern ég hitti...t.d. að fyrsta heimsóknin verður hjá þeim sem að commentar fyrst.......spáum í því. Þetta er samt ömurleg hugmynd þar sem að það commentar enginn og ég mundi þá bara vera hjá ömmu alla daga.