Tuesday, October 16, 2007

Totally Pointless Post

Ég er búinn að vera í prófum núna í circa viku. Þessi vika kallast yfirleitt midterm week eða bara midterms, en það þýðist yfir á íslensku sem miðannar próf. Þannig að seinast helgi var frekar róleg. En það er allt í lagi því að helgina þar á undan fórum við á bar og klúbb niðri í bæ. Ódinn og jaime komu og sóttu mig og við fórum og hittum Cristian Kruse niðrí Yaletown en hann var þar með geðveika íbúð í láni. Kruse eins og hann er kallaður er danskur en alinn upp í Svíþjóð, hann vann á Íslandi í tæp tvö ár og talar ágæta íslensku. Hann er búinn að búa í Whistler síðan byrjun des í fyrra og verður til 1 jan. Svo þegar við fórum út, þá fórum við a Granville street og hittum þar Eric og Damon fálaga okkar Odinns úr hljómsveitinni A grey medium og var þetta hið fínasta kvöld. þetta er fjórða skiptið sem að ég fer á klúbb hér síðan að ég flutti hingað þannig að það er nokkuð ljóst að ég er ekki að djamma frá mér allt vit. Ég sakna þess samt að djamma með vinum mínum frá Íslandi. Ok ég ættla að umorða þetta aðeins ...ég sakkna ekki beint að djamma, ég sakkna meira bara fyllerís bullsins með vinum mínum heima.

No comments: