Monday, January 21, 2008

Holy Moly

Er ekki einhver að grínast með borgarpólitíkina heima? Hvernig er hægt að vera svona vangefinn? Það virðist ekki vera ein hæf manneskja í borgarstjórn þessa dagana.

Mér datt í hug, hvort það sé ekki bara hægt að láta fólkið keppa um borgarstjóra sætið.
Það væri hægt að hafa þetta áhugavert og jafnvel í samstarfi við Skjá Einn. Þannig að alltaf á Fimmtudögum kemur einhver sem að á sæti í borgarstjórn og fer í svona keppni í beinni útsendingu. Fyrirkomulagið verður eins og í þættinum "Are You Smarter Then A 5th grater" nema hvað núna verður þetta.... "Ertu Klárari En Fatafella" og sá sem að verður sigurvegari í þættinum fær að verða borgarstjóri.
Bingó, Ólafur, Villi og Dagur að keppa um sæti í borgarstjórn við lækna og lögfræði menntaðar lettneskar fatafellur frá Sóðali og Goldfinger...en til að hafa þetta virkilega spennandi þá getur fatafellan orðið borgarstjóri ef að hún sýnir fram á yfirburði í íslenskri landafræði.

No comments: