Tuesday, January 29, 2008

Snow Day!!!

Í morgun, vakknaði ég við ótrúlega mikin ærslagang og læti. Ég er ekki í skóla á þriðjudögum svo ég var ekkert að stressa mig á að vakkna snemma. Nema hvað að klukkan 06.00 í morgunn kom systir mín vaðandi inn í herbergi og spurðu hvort ég væri að fara í skólann, það væri nefnileganna "Snow Day" sem að þýðir það að skólarnir eru lokaðir vegna fannfergis. Hjördís systir er samt svo ábyrg að hún var í verstu vandræðum með þetta. Hún átti nefilegnna að vera með stórt presentation í morgunn og var að spá hvort hún ætti ekki samt að fara....og gera hvað spyr ég , Skólinn er lokaður, reyndu bara að slappa af einusinni.
Ok nú segi ég lokað vegna fannfergis.....heima(á Íslandi) þyrfti að vera ansi mikill snjór til að skólanum væri lokað, það mikill snjór að slíkt hefur ekki gerst á ævi minni(29 ár). þannig að í morgunn var allt á öðrum endanum hérna útaf þessari vittleysu, leikskólinn hringdi klukkan 06:30 til að tilkynna lokun í dag þannig að það gekk slatti á hérna í morgunn. En ég er svo latur að mér datt ekki í hug að fara á fætur fyrir 06:00 á frídegi og svaf til 09:00. Þegar ég fór svo loksins á fætur þá verð ég að viðurkenna að ég var orðinn slatta spenntur að sjá allan þennan snjó, enda búinn að vera þræl öfundsjúkur út í veðrið sem að hefur geisað á Íslandi að undanförnu. En þetta voru sennilega vonbrigði ársins, úti var sól á köflum og kanski 12cm af snjó á jörðini....12cm ég er að segja það, fólk hérna er vangefið.

Þegar að það var komið hádegi þá fór ég út í búð og það var bara snjór á hliðar götunum.
Ég vildi óska þess að þetta gerðist oftar!!!!

Monday, January 21, 2008

Holy Moly

Er ekki einhver að grínast með borgarpólitíkina heima? Hvernig er hægt að vera svona vangefinn? Það virðist ekki vera ein hæf manneskja í borgarstjórn þessa dagana.

Mér datt í hug, hvort það sé ekki bara hægt að láta fólkið keppa um borgarstjóra sætið.
Það væri hægt að hafa þetta áhugavert og jafnvel í samstarfi við Skjá Einn. Þannig að alltaf á Fimmtudögum kemur einhver sem að á sæti í borgarstjórn og fer í svona keppni í beinni útsendingu. Fyrirkomulagið verður eins og í þættinum "Are You Smarter Then A 5th grater" nema hvað núna verður þetta.... "Ertu Klárari En Fatafella" og sá sem að verður sigurvegari í þættinum fær að verða borgarstjóri.
Bingó, Ólafur, Villi og Dagur að keppa um sæti í borgarstjórn við lækna og lögfræði menntaðar lettneskar fatafellur frá Sóðali og Goldfinger...en til að hafa þetta virkilega spennandi þá getur fatafellan orðið borgarstjóri ef að hún sýnir fram á yfirburði í íslenskri landafræði.

Ný þjónusta hjá Símanum

Núna getur maður óskað eftir því að fá SMS í hvert skippti sem að nýr borgarstjóri tekur við.
Maður sendir bara borgarstjori sem SMS í númerið *888* og þá mun þjónustan taka gildi. Athugið að ekki verður rukkað þjónustugjald fyrir þessa þjónustu heldur mun þetta verða kostað af OR.

kv. Björn Ingi, Sævar Karl og Alfreð Þorsteinsson