Ég fór fyrir viku í fjall sem að heytir Seymour með brósa, planið var að hika uppá topp og renna sér svo niður frekar flott face. Ég og Sara Axels reyndum þetta fyrir ári síðan en þá var svo mikil snjóflóðahætta og whiteout að við þurftum að backtrakka niður. Þetta leit aðeins betur út núna....nýfallnir 25cm og bluebird (heiðskýrt) en veggna veður blíðurnar þá voru allir aðrir að spá í þessu sama þannig að það ver vægast sagt traffík á slóðanum. Svo við ákváðum að renna okkur bara niður í skíða svæðið og kaupa okkur miða. Þetta var bara hin fínasta ákvörðun þó það hafi kanski verið full margt þarna út af einhverju snjóbretta móti sem var í öðru parkinu. Við eyddum engu að síður nokkrum tímum í hinu parkinu og spreyjuðum púðri hægri vinstri.
Svo fór ég og Odinn í skeitparkið á King Georg seinasta fimtudag, ekkert smá nice að fara með nokkra bjóra og krúsa parkið. þetta er eld gamalt steypupark með rollerum þannig að maður er ekkert að gera sig að fífli þarna.

Hérna er svo eitt goodie feeling video
2 comments:
Þú hefur ekki látið Ottó þreyta inntökupróf í "Go Jump Teamið" þarna í Seymore - eins og ég þurfti að gera í fyrra?
Væri annars alveg til í að sjá hvernig þetta svæði lítur út þegar það er ekki blindaþoka. tókstu myndir?
friður - sAraxels
Ég fór nú með Ottó á sama stað og við vorum að fleygja okkur fram af cattrackinu, snjórinn var geðveikur þannig að við skelltum okkur nokkrum sinnum fram af áður en við fórum inná svæðið.
En þetta face var svakalega girnilegt og ég hugsaði mikið til þín og nagaði á mér handarbakið fyrir að vera ekki með myndavél.
Post a Comment