Monday, April 21, 2008

Til Hamingju

Tveir vinir mínir eiga skilið Hamingju óskir í dag; Fyrst er það hann Andri Már Kristinsson en hann er 27 ára í dag ....innilega til hamingju með daginn Andri minn.

Svo er það hann Þorleifur aka. Þolli, aka þrollmeister. Þolli tók sig til núna um helgina og útskrifaðist með hæstu einkunn, já spáið í því hann fékk 9.7 í einkunn.
nú segja kanski einhverjir...já gott hjá Þolla, í hvaða skóla er hann?

Þolli var að útskrifast úr flugfreyjuskólanum!!!!
Sjá Vísir

Núna er þorleifur keppnis flugreyja.
Hann var kallaður uppá svið, þar sem að hann tók við verðlaunum og viðurkenningar skyldi, síðan var honum og forstjóra IceEx honum Matthiasi Imsland skelt saman fyrir myndatöku.
Þið sem að þekkið Þolla ættuð nú að hringja í hann og óska honum til hamingju með árangurinn.

Sunday, April 20, 2008

What to do before departure!

Bara tvö próf eftir, ein vika til að slæpast og svo bara að fljúga heim. Ég er reyndar ekki allveg búinn að plana þetta en þar sem að ég flýg frá Seattle á mánudags morgninum þá er ég að spá í að fara þangað kanski á laugardeginum eða sunnudeginum og kíkja í nokkrar sneaker búðir. Ekki að ég hafi einhverja ofur reynslu af borginni en ég fór þangað seinastu sumar og fékk þessa sick skó á geðveikum prís. Núna er bara að vonað að ég verði aftur svona heppinn.




Núna verð ég að fara að skrifa niður það sem að ég á eftir að gera og versla.
það sem að komið er á listann er eftirfarandi.
1. kaupa mér nýjan ipod
2. Nike+ hlaupa mælir
3. Laptop fyri frænda
4. bolir til að prenta á fyrir vini
5. BMX varahlutir svo ég geti kanski takið hjólið heim
6. Sneakers
7. Kanadískan leðurjakka handa mér og Benna


Man ekki meira í bili, enda með jakka sem slíkan hver þarf nokkuð annað.

Monday, April 7, 2008

Núna er seinasta kensluvikan hafinn og það þýðir að ég sé officially fucked! Það eru svo ógeðslega mörg verkefni sem að ég verð að skila í vikunni og fjögur presentation og einmitt þess vegna gef ég mér tíma til að blogga.

Ég fór fyrir viku í fjall sem að heytir Seymour með brósa, planið var að hika uppá topp og renna sér svo niður frekar flott face. Ég og Sara Axels reyndum þetta fyrir ári síðan en þá var svo mikil snjóflóðahætta og whiteout að við þurftum að backtrakka niður. Þetta leit aðeins betur út núna....nýfallnir 25cm og bluebird (heiðskýrt) en veggna veður blíðurnar þá voru allir aðrir að spá í þessu sama þannig að það ver vægast sagt traffík á slóðanum. Svo við ákváðum að renna okkur bara niður í skíða svæðið og kaupa okkur miða. Þetta var bara hin fínasta ákvörðun þó það hafi kanski verið full margt þarna út af einhverju snjóbretta móti sem var í öðru parkinu. Við eyddum engu að síður nokkrum tímum í hinu parkinu og spreyjuðum púðri hægri vinstri.

Svo fór ég og Odinn í skeitparkið á King Georg seinasta fimtudag, ekkert smá nice að fara með nokkra bjóra og krúsa parkið. þetta er eld gamalt steypupark með rollerum þannig að maður er ekkert að gera sig að fífli þarna.



Hérna er svo eitt goodie feeling video