Saturday, September 22, 2007

BMX IS BETTER THEN SEX!

Ok núna eru þrjár vikur búnar af skólanum og á morgunn sunnudag byrjar haustið formlega. Haust þýðir meiri rigning minni sól hér í Vancouver, en það þýðir líka að ég get ekki notað hjólabrettið mitt eins mikið. Ég á ekki heima mjög langt frá skólanum mínum þ.e.a.s. ekki nærri því eins langt frá honum og áður en við fluttum. Það tekur mig um 10 min að keyra í skólann en það sem að ég á ekki bíl og get ekki alltaf fengið bíl í skólann þá hef ég notast slatta við hjólabrettið. Síðastliðinn fimmtudag var ég í skólanum til 16:00, en ég hafði fengið far um morguninn svo að ég var brettislaus(vegna rigningu fyrr um morguninn) þannig að ég ákvað að labba bara heim. Hversu langt getur það verið, ég er rétt rúmar 20 min á brettinu ef að ég hamast fullt svo ég á kvað bara að láta vaða en komst að því að labba þetta er ekkert geðveikt slæmt.....bara ógeðslega tímafrekt en það tók mig um 75 min þótt að ég hafi beitt kraft göngu á þetta.

Ég hef verið að spá í að fá mér hjól til að nota sem transport fyrir skólann. Er reyndar búinn að vera að kíkja eftir hjóli í svona hálft ár. En þar vandast málið.....ég er svo ógeðslega mikill þræll tísku og “POPCULTURE” að ég get ekki hugsað mér að fá hvernig hjól sem er, heldur er það fast í mér að eignast einhvern agalegan oldskool grip. Ég er búinn að vera skoða á ebay og craigslist og það er ekkert grín að fá þessi hjól. Gott eintak af 80 hjóli kostar frá svona $600 til $1000 og það er aðeins of mikið fyrir mig. Þannig að núna er ég að skoða verð á hlutum í svona hjól uppá það að búa mér það bara til.

Ég er ekki með neitt svakalega mikklar kröfur varðandi hjólið nema það verður að hafa plast gjarðir svona eins og á myndini. Ég sá um daginn einhvern heimilis lausan fíknefna hund niðri á East Hastings a svoldið svölu hjóli og hann var með plast gjarðir....ég hefði getað sprungið úr bræði og öfundsýki en svo fór ég að hugsa afhverju ekki bara að fara á þriðjudags kvöldi þarna niður eftir og bjóða honum $45 fyrir hjólið þá getur hann fengið skamtinn sinn og verið mega glaður í 3 daga. Það er ekki eins og hann muni eiga þetta hjól alla æfi, hann getur ekki einusinn átt heima einhverstaðar, hvernig á hann að geta átt hjól? Þúst ég á heima einhverstaðar og ég á ekki hjól, hjól er velmögunar gripur.

Mér finnst hin myndin svoldið skemtileg líka því að ég man eftir strák í keflavík sem að átti svona hjól þegar ég var lítill. En ef að maður spáir í því þá var þetta svoldil tímamóta hönnun þ.e.a.s. þeir sem muna eftir Subaru Imprezuni hans Arnars Slark ættu að kannast við þemað þúst kóngblátt með gull felgum.

No comments: